24.3.2007 | 14:44
Snúningur
Ég lét loksins verða af því að tékka á dansnámskeiðinu í næsta húsi - og er að sjálfsögðu byrjuð
Ég leit þarna inn á fimmtudagskvöldinu eftir vinnu, og jújú, það var verið að kenna salsa, byrjar eftir hálftíma var mér sagt. Greip mér súkkulaðistykki í kvöldmatinn heima og út aftur, dansaði í 2 og hálfan tíma, salsa, samba og cha cha cha. Ekkert SMÁ GAMAN!!! Og ég mæli skoho með þessu fyrir alla sem vilja vita
Ég er búin að vera að mestu barnlaus í viku, að undanskilinni einni nótt, en í stað þess að vera í dekri og dásemdum á snyrtistofunum hef ég tekið smá vinnutörn, alltaf gott þegar saxast á verkefnin. Byrjaði líka á nýrri mynd í gærkvöldi, dásamlegt að bleyta í penslunum
Stefnan er sett á veitingastað hér í bæ með flottasta fólkinu, og svo SOFÚTDAGUR á morgun, "hvers er mögulega hægt að óska sér að auki?
Eigið fabjúlos helgi, KNÚS á línuna
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
góða helgi og ljós héðan
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 17:01
Ekkert er eða getur verið betra! ÉG hlakka til Salsa drottningar í hverfinu ..... getur varla verið betra!
www.zordis.com, 24.3.2007 kl. 17:30
dansaðu og sofðu allt eins og þú bara vilt...alveg nauðsynlegt öðru hverju.
Góða skemmtun
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 21:34
Ja sko þig flott.Salsa amm... Kastró karlinn hefði fílað-ðigDansa í 2 0g 1/2 snilld.Vonandi vaknaðir þú svaaaka seint á sunnudaginn.
Ih les ég á milli lína að Zórdís nokkur ætli að skella sér með í dans?
Dillandi kveðjur........sveigja búkinn og hrist hrista je,je.........
Solla Guðjóns, 27.3.2007 kl. 03:46
Blessud vinkona,
Bara svona rétt rak inn nefid hérna, á eiginlega ad vera á fullu hérna í vinnunni en tók mér smá letipásu. Erum ad fara í frí á morgun en thú getur kíkt á okkur á www.ellenbj.bloggar.is
Kram från Sverige
Ellen (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 09:38
Knús og klem frá mér
Sigrún Friðriksdóttir, 30.3.2007 kl. 18:16
Time flyes when you are dancini salsa, samba and cha cha cha ....................... Flamenco æfing hjá mér í kvöld, sko .....................
www.zordis.com, 30.3.2007 kl. 22:55
Solla Guðjóns, 1.4.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.