15.3.2007 | 17:23
Með sól í hjartanu
Dreymdi skrítinn draum um daginn sem hafði með ákveðna tölu að gera. Sem ég sá svo í sama samhengi daginn eftir. Fannst það pínu spúkí og skildi eftir einkennilega tilfinningu.
Í dag þurfti ég svo að hringja símtal í vinnunni, nema ég fatta þegar ég var búin að stimpla inn síðasta tölustafinn að ég hafði stimplað inn allt annað og ólíkt númer en það sem ég ætlaði að hringja í. Númerið sem ég stimplaði inn hringir engum bjöllum hjá mér nema það var þaulvant. Ég skrifaði niður það sem ég mundi eftir að hafa stimplað inn, en það passar ekki við neitt hjá mér. Þetta situr í mér, nú mun ég leita að þessu númeri þar til ég get tengt það við eitthvað
Var að komast að því í gær að hér í næsta húsi er verið að kenna allskonar dansa, salsa, paso doble, tangó og margt fleira Nú hef ég enga afsökun fyrir að fara ekki á námskeið (held ég). Ég ætla að kíkja út á eftir og fá upplýsingar, mig er lengi búið að langa að taka sveiflu
Stóru strákarnir eru í fótbolta og við Aron njótum þess að vera saman tvö með Madonnu á fóninum, kannski við sinnum smá heimilisstörfum í sameiningu, hann að tæta og ég að týna upp
Já, lífið er ljúft
*Kram*
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:36 | Facebook
Athugasemdir
Zóti prakkari með sól í hjartanuFyrsta sem mér dettur í hug þegar mig,einhvern,dreymir tölur eeeeeeeeeeerr lottó en er hætt að trúa á svoll.
Samt umhugsunarvert símanúmer úr geymnum og tölur úr draumum???'
Knús á þig sæta
Solla Guðjóns, 15.3.2007 kl. 18:17
Hehe, já Ollasak, eða kannski hafa þær eitthvað með það að gera hversu oft ég þarf að setja inn myndina svo hún birtist ekki bara sem rauður kross ómæ ómæ, hahaha
Elín Björk, 15.3.2007 kl. 18:34
Ég vonast alltaf til að ef mig dreymi tölur að það séu næstu lotto tölur...hehehe..veit ekki hvort að svo sé hef ekki skrifað þær niður né spilað með þeim..en ég kannast við þessa tilfynningu..
Kvitt og knús..
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:52
Elín þú verður bara að tékka á danskennslunni þarna við hliðina á hér og taka góðar sveiflur.Kannast soldið vel við þessa krossa rauðu! útaf dottlu
Solla Guðjóns, 15.3.2007 kl. 19:53
Mæ ó! Jólasveinninn kemur í bæjinn! Jólagjöfin kemur seint í ár ..... Ég þarf að byrja að æfa fótbolta og það veit sá sem allt veit að ...... af eigin reynslu svona tölur virka! Sjáðu hvar ég er í dag, vann í lottó og er svo ho ho ho rík eftir reysnluna!
www.zordis.com, 15.3.2007 kl. 21:34
Kveja til þín frá mér.
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 07:08
Elísaberta, þessi er inni á 2006 síðunni, neðarlega til vinstri
En ég er enn ekki farin að tékka á sveiflunum hér í næsta húsi, út af dottlu
Zordis, já þú vannst þann stóra, og það hafði áhrif áhrif á mitt líf líka
*KkNúÚsuR*
Elín Björk, 16.3.2007 kl. 20:42
Já myndin er virkilega fallleg og það er svo gott að geta sagt útaf dottlu og síðan ekki söguna meir.
Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 20:39
Dotlu drottningin Ollasak hefur gefið og sáldrað frá sér! Spáið, Dotlu Drottningin!
Svo er spurning að fá nýja funheita færslu e. gærkvöldið .... fórstu á funehitt salsa.
Ég og þú getum svo alltaf farið saman og dansað við hvor aðra! Það væri saga til næsta ... LOL
www.zordis.com, 18.3.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.