26.1.2007 | 01:04
Næturbrölt...
...er svo sem ekkert nýtt á þessum bæ, en stundum má nú ofgera hlutunum
Vakti síðustu nótt yfir penslunum, já þið lásuð rétt, -ég er búin með 2 englamyndir sem fá að líta dagsins ljós ekki síðar en um helgina. Ég ætla líka að láta verða af því að birta fleiri myndir sem ég á hér í skotum og skúmum.... út um allt!
Í kvöld er ég búin að sinna öðrum störfum, reyndar tók ég smá lúr áður en ég hófst handa, en ég ætla að hafa úthald fyrir meiri pensladrög um helgina og hef því látið staðar numið að sinni.
Ég tók andköf á heimleiðinni í dag, möndlutrén hafa tekið stakkaskiptum frá því á mánudaginn, allt að verða bleikt, það er svo margt fallegt í náttúrunni. Enn eitt verkefnið að fylla helgina með, myndatakan sem ég missti af í fyrra
*Knús og góða nótt*
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ætli þau séu ekki flott í dag eftur nætur regnið! Náttúran býr yfir ýmsum perlunum sem við tökum oftast ekki eftir! Hlakka til að sjá myndirnar
www.zordis.com, 26.1.2007 kl. 08:11
Það er svoooooooo gott að vera að bröltast eitthvað framm á nóttþekki það alvegGóðar kveðjur í suðurbíð spennt eftir myndunumdugnaðarforkur
Solla Guðjóns, 26.1.2007 kl. 13:23
Jæja ............... Staying alive!
www.zordis.com, 26.1.2007 kl. 21:23
Já kannast við svona næturbrölt. Á það jafnvel til að vakna með fiðring í fingrum um miðja nótt og ráðast á strigann og undra mig svo á því morguninnn eftir hvaðan þetta nýja málverk kom.
Rósir að springa út í garðinum mínum og krókusar og páskaliljur að stinga sér upp. Náttúran er dásemd.
Fær maður að sjá englana þína?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.1.2007 kl. 14:09
OOhh spennandi, ekki slæmt að eiga andvökunótt ef hún er til ánægju
Og mydnirnar sem eru á blogginu eru rosalega góðar, hlakka til að fá að sjá meira.
Kveðja Sigrún.
Sigrún Friðriksdóttir, 29.1.2007 kl. 22:34
Solla Guðjóns, 29.1.2007 kl. 23:11
Meiriháttar nýju myndirnar inni á björkin.com. - nýr tónn ;)
Myndirnar Ljósbrot og Uppljómun var stórkostlegt að sjá í Fjárhúsinu. -og bara allar myndirnar. Á ég að vera ófeimin við að segja frá Fjárhúsinu ... eða hvað?
Lisa (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 02:39
Vá frábærar Ljósbrotinu og Uppljómun
Sigrún Friðriksdóttir, 1.2.2007 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.