18.1.2007 | 17:48
Jahá!!
Dásamlegt hvað Spánverjar eru flottir á því!! Tók smá rölt í bænum okkar áðan með hann Aron sem fylgdarsvein. Mikið spennandi í gangi, það á að byggja nýtt hús fyrir bæjarráðið á horninu hjá okkur og eru þeir að grafa fyrir grunninum á fullu.....
Nema hvað, það er búið að grafa alldjúpt..... og Aron hafði orð á því við mig, "Mamma, sjáðu hvað þeir eru búnir að grafa mikið, þeir eru ábyggilega að grafa alla leið til Alicante!!!"
Ekkert smá pælingar hjá stúfnum! Hér á Spáni erum við flott á því og gröfum okkur milli borga og bæja, hehehe!
Ég fór í strigabúðina, þar sem elsti sonurinn tilkynnti mér í gær að mín pöntun væri komin, en það voru víst ekki "réttir" strigar, svo ég fór þaðan tómhent... næsta vika er líka góð vika
-Annars hafði ég sent hann af stað með pening í gær til að sækja strigana mína, en hann týndi peningnum á leiðinni svo hann kom tómhentur og miður sín til baka eftir alllanga stund og mikla leit, enda dágóð upphæð Ég vona þó að aurinn hafi glatt einhvern sem á þurfti að halda
Dásamlegt veður, dásamlegir dagar, nóg að gera í vinnu og frítíma, ég er lukkunnar pamfíll
*Knús smús*
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já elskan mín, ég skulda þér STÓÓÓRT faðmlag. Réttast að hugsa að penginurinn hafi fundið betri leið! Hann kemur þess vegna þúsundfaldur til baka!!!! Vittu til!
www.zordis.com, 18.1.2007 kl. 20:43
Ekki penginur heldur peningur ! Mejor creer que ya ha encontrado su camino glorioso!
www.zordis.com, 18.1.2007 kl. 21:54
STÓÓÓRT faðmlag til þín á móti!!
Elín Björk, 18.1.2007 kl. 23:58
lítill stúfur með stórar pælingar
Solla Guðjóns, 19.1.2007 kl. 02:19
Solla Guðjóns, 19.1.2007 kl. 08:14
bara að kíkja
Solla Guðjóns, 20.1.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.