Í fyrsta gír....

Páskarnir komnir og farnir, nokkur páskaegg hafa víst verið innbirgð af íslensku þjóðinni, og lífið gengur sinn vanagang. Ef vanalegt skyldi segja þegar kona leggst í hýði eins og bjarndýrin.....

Skrítið hvað þetta vanalega breytist þegar ungarnir koma í heiminn, takturinn fellur niður í vögguvísu og allt verður svo innhverft.... Það sem gerist utan veggja heimilisins er jafn fjarlægt og önnur sólkerfi....

Baltasar er kominn á fullt skrið, eða kannski frekar armtog.... dregur sig áfram með höndunum og ýtir eftir með öðrum fæti. Eins eru allskonar hljóð merkileg, smella tungunni í gómnum, burra, skríkja og segja mamma, babba og "ka!" Klappar saman lófunum og sýnir hversu stór hann sé Tounge  -Alger gullmoli!

Ég hef verið að spreyta mig á acryl litunum, bara gaman! Nokkrar olíumyndir eru einnig á borðum, eldhússerían telur 9 tilbúnar og líklega ámóta margar hálfkláraðar. Blanda og mixa er málið núna.... olía, acryl, kol, pappír og sparsl skal fara á striga! Húsið er að fyllast af föndri frúarinnar, en mér finnst það nú í lagi þar sem geðið lyftist á hærra plan W00t

Föndurknús! Kissing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband