Færsluflokkur: Menning og listir

Englar

Í ramma

Jæja, búin að koma enn einum englinum á framfæri....meira að segja 2 þessa helgina......

Þessi englamynd heitir "Í ramma" en að auki málaði ég eina fyrir Illustration Friday og nefnist "Á köku".

Báðar þessar myndir eru líka komnar inn á www.bjorkin.com - tími til kominn að það gerist eitthvað þar, hef aðallega verið að mála myndir sem fæstir fá að sjá nema Zordis - www.zordis.com ;)

Er enn að vinna í myndinni sem ég birti brot af hér fyrir 2 vikum eða svo, en "Blámann" er ég búin að klára núna.

Ætla að nota það sem eftir lifir dags í skapandi störf, það er svo gott fyrir sálartetrið ;)


Blámann

Blámann
Mig hefur lengi langað til að mála hann "blámann", og er nú loksins byrjuð á þeirri mynd. Brosandi
Er ekki búin með myndina sem ég byrjaði á fyrir rúmri viku, en stefni á nokkrar strokur í dag ef tíminn gefst.

Penslar á lofti

Lengra komin

Er að mála, hvað annað.......

Er búin að vera alla helgina í "viðgerðum" það er að segja að klára myndir sem voru "búnar" en það var orðinn ansi stór bunki uppsafnaður.... svo ég er búin að vera að; merkja, mála kanta þar sem það á við, lagfæra, bæta og breyta....... Reyndar er ég svo líka byrjuð á einni nýrri, sem mun vonandi klárast á næstu viku eða vikum.....

Þarf svo líka að skrifa heiti myndanna aftan á strigana, en það ætti væntanlega að vera verkefni sem mun duga mér í dágóðan tíma, safnið mitt er orðið allstórt....nokkuð sem er greinilegt inni á heimilinu mínu.... myndir út um allt, veggi, gólf, í öllum skotum og skimum.....

Þarf að finna mér stórt hús með stóru geymsluplássi og miklu veggjaplássi..... veitir ekki af........


Fleiri myndir

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband