Færsluflokkur: Menning og listir

Meiri meiri meiri skemmtun

hér í bænum San Miguel, hefur staðið yfir í viku nú þegar og allavega vika eftir.......
Fórum að sjá Sergio Dalma (vonandi rétt ritað) í gærkvöldi, rosa fjör, sér í lagi hjá strákunum sem hlupu fótboltavöllin þveran og endilangan eins og kálfar sem eru nýsloppnir úr fjósinu...(hér ýja ég að skrifum Zordisar og Ollasak nú í dag).....við undirleik ráma sykurpopparans....
Í hádeginu tóku eldri gaurarnir þátt í hjólakeppni um bæinn, lentu ekki í fyrsta sæti en þó í ágætu sæti og fengu gos og snakk á leiðarenda.
Í kvöld var svo "skrúðganga" þar sem bæjarbúar skrautbjuggust í hinum ýmsu búningum, Zorro var á ferð ásamt feitlögnum ballerínum, Brasilískar dansmeyjar og fleiri við dúndrandi diskómúsik og aðra tóna. Við létum okkur ekki vanta, fylgdumst með hersingunni dansa fram hjá og eltum svo upp á kirkjutorg þar sem var brjálað stuð (og er enn - heyrist langar leiðir). Reyndar stöldruðum við ekki lengi þar, bara nógu lengi til að gæða okkur á "churros" (djúpsteiktir "brauðsnúningar" með sykri) og sprengja nokkrar "apasprengjur". Svo héldum við heim á leið og ég smellti einni umferð af rauðu á einn svefnherbergisvegg hjá mér, svona svo það verði möguleiki á að ég klári að mála á morgun, er orðin leið á að mála veggi.....

Ég er á leið í háttinn, ætla að nýta daginn vel á morgun, alltaf nóg að gera í San Miguel Svalur


Jahérnahér

eða hvað?

Föstudagskvöld, klukkan er að verða ellefu hjá mér, það er hlýtt úti, tónleikar í bakgarðinum að hefjast með þjóðþekktum poppara. -Jú, hér er líka dýrðlingadýrkun, San Miguel er dýrkaður jafnt hjá mér sem Zórdísinni, enda búsettar svo til hlið við hlið...tja, allavega bara nokkrir metrar eða svo á milli.

Ég gerði heiðarlega tilraun að fara að sjá rokkband hér í bakgarðinum í gærkvöldi, en við vorum ekki búin að vera margar mínútur á leikvanginum þegar tveir af þremur minna drengja voru búnir að slasa sig í efri vörunum, já þeir eru í stíl, og var stefnan sett á bráðamóttökuna til að líma fyrir göt á húð.

Hef ekki málað eina einustu mynd síðan í lok ágúst, hef ekki einu sinni skissað, rissað eða pissað á striga....... en bót í máli er að ég er búin að vera að mála veggi, allt í stíl við ollasak, hehehe, rautt skal það vera, i mitt sovrum tack.....

Mér er ekki til setunnar boðið, partýið fer að byrja, best að fara með partýdýrin út úr húsi svo þau geti fengið neðrivarir í stíl við þær efri Ullandi


Stundum þarf svo lítið

.....til að gleðja mann.......

Ég fékk tölvupóst sendann áðan sem gladdi mig ósegjanlega, frá vinkonu sem ég hef ekki séð í rúm 10 ár. Hún er að plana heimsókn til mín í hitann, reyndar ekki á næstunni þar sem hún er nýverið búin að eignast lítið kríli...... númer 2...... margt sem gerist á mörgum árum..... Það væri yndislegt að fá að hitta hana stundarkorn.....

Ég er óvenju yfirveguð í kvöld, ég er með ró í hjartanu, nokkuð sem mig hefur vantað undanfarið. Ég ætla að koma drengjunum í háttinn og draga upp penslana mína, koma mér í gírinn þó ég vænti ekki stórafreka í kvöld eftir svona málningarpásu.

Strákarnir hlægja hástöfum, þeir eru að leika sér með matinn, gæsin er gripin á meðan mamma er ekki að horfa á. Ég ætla að gera það sem gera þarf, þrífa eldhúsborðið og andlitið á strákunum og koma þeim niður, nenni ekki að skammast í þeim í kvöld fyrir að gera það sem þeir vita að ekki má....

Friður sé með yður**


Pirripirripirrrrrr

Var að kíkja á fjarnámið mitt, er búin að fá meil frá kennaranum.....lítur út fyrir að bókalistinn sem ég fékk afhentann og verslaði samkvæmt hafi verið úreltur!! Gilti fyrir árið í fyrra!! Sem þýðir það að ég þarf að verða mér úti um nýjar bækur. Öskrandi Og get ekki skilað þeim sem ég er búin að kaupa vegna þeirrar einföldu staðreyndar að ég er ekki stödd á Íslandi....

En bót í máli, það er víst bara hluti bókanna, skilst mér allavega....... og ég sem var búin að lesa eina heila bók af þeim sem ég keypti!!! Spurning um að draga skólann fyrir dómstóla fyrir tímastuld?

Jamm já, sonna eretta......

Ég er búin að vera að velta því fyrir mér undanfarið að fara að mála svefnherbergið mitt í lit.... ætla við tækifæri að skoða málningu, hvort ég finni fallegan lit að sofa í, það er einhver breytingahugur í mér. Langar til að gera eitthvað nýtt.... langar líka í nýjar baðinnréttingar á bæði baðherbergin... innréttingar með efri skápum..... hmmm, skyldi Ollasak hafa eitthvað með það að gera? Eða Zórdís?
Og Anton auðvitað greip orðin mín á lofti og er farinn að heimta nýjan lit á sitt herbergi, ásamt því að fá myndir stöpplaðar efst undir lofti...hmmmm, best að þegja það sem eftir er, þeir fengu nýjar gardínur í sín herbergi, ekki ég!!!

En kannski maður byrji á að koma sér aftur í penslagírinn, hef ekki málað síðan í Munaðarnesinu þar sem ég málaði 2 litlar, á einmitt eftir að setja aðra þeirra inn á netið.... sé til hvenær ég nenni því, ég er ekki farin að ljósmynda þá mynd ennþá.  Held ég hinkri með það þar til ég verð með allavega eina enn til að skutla þarna inn, svona til að spara mér tíma Ullandi

Javoll, mér er víst ekki til setunnar boðið ef ég á að framkvæma eitthvað það sem eftir lifir kvölds, knús fyrir alla, konur og kalla.....


Lífið að detta í fastar skorður...

??? held ég allavega..... döpur eftir dansleik er allavega ekki á mínum herðum í dag.....
Ég held ég sé að ná tökum aftur á vinnunni minni..... maður dettur smávegis út eftir ferðalög, og skólinn hjá strákunum byrjar á mánudag. Sá yngsti fær reyndar að bíða til 19 með sína skólagöngu, 3ja ára börnin byrja neflilega í hollum, 4 byrja í bekknum á mánudag, 4 börn á fimmtudag, 4 börn þann 19, og svo koll af kolli á 3ja daga fresti þar til öll börnin 18 eru mætt. Ég er búin að versla stóran hluta skólabókanna, allavega fyrir stóru strákana, en á þó eftir sitt lítið af hverju sem ég ætla að bíða með þar til nákvæmur innkaupalisti verður afhentur.

Ég fór í sjoppingsentrið í dag og ég verð að segja að mér finnst frábær þessi fatatíska sem er skollin á núna, maður kannast vel við margt frá því í den, síðar peysur og leggings meðal annars!! Fyndið hvernig tískan rúllar hring eftir hring, en ég er þó fegin því að gatslitnar gallabuxur virðast vera á undanhaldi, finnst þær ekki smart þó svo maður hafi nú átt allavega eitt par hér í den.....Ullandi

Fjarnámið mitt byrjar á mánudaginn skilst mér, nú skal Snorra-Edda lesin af gaumgæfni ásamt ýmsu sem fylgir íslenskunni, nú skal fylla höfuðið af fróðleik komandi vetur!!

Ég er búin að vinna smá í heimasíðunni minni, www.bjorkin.com síðan ég kom, ég tók nebbla nýjar myndir af gömlu myndunum mínum, það er að segja þeim sem ég fann á klakanum, vantar samt enn í safnið og hefði ég viljað leita uppi eina mynd sem ég málaði 98-99 til að smella þarna inn, spurning um að auglýsa eftir eigandanum?? Hehehe, kannski geri ég það fyrir næstu heimsókn mína...??

Jæja, ég kveð að sinni, ætla að kveikja á loftkælingunni, það er heitt á Spáni Svalur


Komin heim

Lentum í Alicante í gærkvöldi og vorum komin heim upp úr miðnætti. Ferðin gekk vel þó Ágústi finndist ferðatíminn ansi langur. Allir glaðir að koma loksins aftur heim til sín, og heyrðist í einhverjum guttanum "oohh hvað við eigum fallegt heimili" !!! Mér fannst það fyndið - þó ég viti ekki hver þeirra átti þessi orð þá fannst mér það rosa sætt að heyra frá barni. Brosandi

Ég er búin að tryggja mér pössun út vikuna svo það er vinna á morgun hjá mér, og svo byrjar skólinn í næstu viku. Veðrið er ljúft að vanda - eins og alltaf, sólin skín og fínn hiti.

Ég er ekki enn farin að versla í matinn svo við nærumst á.... tjaahh, það er nú spurningin.... en nokkuð ljóst að það verður að versla áður en dagurinn er á enda. Smá stússerí í dag, þó ég nenni ekki neinu, er satt að segja ferðalúin, tók meira að segja upp úr töskum í nótt áður en ég fór að sofa svo ég kæmi ekki að öllu í rúst þegar ég vaknaði. 

Ég er glöð en samt döpur, hamingjusöm en samt sorgmædd. Eitt kallar á andstæðu sína.
Ég hlakka til að hengja upp nýju gardínurnar mínar, ég hlakka til að dýfa pensli í málningu. Mér finnst gott að vera komin heim.


Heim eftir 4 daga

Sólskinsbrosandi systkini

Mig hlakkar svo til....samt væsir sko ekki um okkur hér í ástvinafaðmi en þó það sé gaman að fara að heiman er alltaf best að koma aftur heim.
Ég hitti öll systkini mín í föðurlegg í gær, það var rosalega gaman og gott, það gladdi mig hvað mætingin var frábær. Afa og tvær föðursystur hitti ég einnig og höfðum við öll gaman af. Fyrr um daginn hafði ég einnig hitt ömmu og afa mömmu megin ásamt Sólveigu systur, þannig að nú fer ég að fara að verða búin að hitta flesta...eða hvað? Maður er smávegis út úr kortinu þegar maður er að heiman Glottandi

Já og Magni hefur fengið mitt áhorf síðustu 2 skiptin, maður er vakandi langt fram eftir nóttu um miðja viku.....

Svo er auðvitað djammið eftir hér í Reykjavíkinni, ekki hægt að koma á klakann án þess að taka einn rúnt, hehehe. Ekki stundar maður djammið í sólinni svo maður verður allavega að prófa eina kvöldstund í kuldanum Glottandi

Ég læt fylgja með eina systkinamynd með sólskinsbrosum allan hringinn frá í gær...

Knús smús**


Ísland í dag

Nú er ég búin að vera á klakanum í rúma viku og get ég engan vegin sagt að ég hafi áorkað miklu..... hehehe, maður er svo hryllilega framtakssamur eða þannig.....

Ég skrapp í Mjóddina í gær, kíkti í bókabúðina og varð vitni að ótrúlegum atburði, en þar var staddur haugdrukkinn karl á ca fertugsaldrinum rífandi kjaft eftir að hafa verið nappaður af afgreiðslukonunni við að stela. Ég missti andlitið hreinlega, það sem "fullorðið" fólk getur látið út úr sér, meiðandi ljótleikinn sem kom upp úr karlaumingjanum, ojbara!!

Við familían skruppum í bústað um helgina, strákarnir svömluðu í heita pottinum stærri hluta tímans, á milli þess sem þeir spiluðu "mini de gol" eins og Aron kallaði minigolfið, bara flottur orðaforði hjá snáðanum. Ég málaði 2 litlar myndir, en það er enn sem komið er allt og sumt sem ég hef málað hér. Nú er heimsóknartíminn að bresta á, en ég mun að öllum líkindum verða út og suður í heimsóknum það sem eftir lifir tímans hér, en hingað til hef ég bara heimsótt bróður minn, og að sjálfsögðu mömmu og tengdó. Ömmur og afar ásamt fleiri systkinum á morgun, vinir drengjanna í dag og auðvitað allir hinir..... Ég plana líka eina djammferð um helgina, verð að fá að rifja upp brot af "korter í þrjú" stemmingunni sem hvergi er eins sterk eins og á gamla góða klakanum - en ég held þó ég láti mér duga að vera úti til miðnættis...... hehehhe.....

Ég verð að viðurkenna að heimþráin er sterk í mér, var komin með heimþrá á þriðja degi, og vex hún með hverjum deginum, mig hlakkar svo til að komast aftur heim til mín, tala nú ekki um þar sem appelsínugulu gardínurnar eru komnar í hús, þökk sé Zórdísinni minni.

En núna ætla ég að skrá mig í fjarnám og kaupa mér bækur, ætla að taka eitt fag að sinni, íslensku, það er svo gaman að læra!!

Knús smús til ykkar allra**


Komin á klakann

Lenti undir morgun í fyrrinótt í Keflavíkinni, sá ekki neitt....mig sem minnti að það væru bjartar nætur allt sumarið.....ha?
Svaf svo ekki marga tíma, nýr staður, nýtt rúm, og var farin á fætur fyrir klukkan níu, úldin og næs!
Það var yndislegt að hitta alla gaurana aftur, og tóku þeir vel á móti mér, með knúsum og tilheyrandi! Afrekaði að kíkja í IKEA á fyrsta degi, keypti mér ljósmyndastand í fallegasta lit í heimi, appelsínugulum!! hehehe, held ég sé alveg að flippa með þann lit, búin að panta gardínur í þessum fallega lit líka, hlakka til að sjá þær þegar við snúum aftur.

Ég fór svo með gaurana í Smáralindina í dag, skoðaði hina margumtöluðu Grenes og fór þaðan út með 2 troðna poka. Bæðevei Zórdís, þar er hægt að kaupa svona tilbúna ramma!! í 20x20 og 40x40 - allavega, ég keypti mér einn til að prófa á eina englamyndina ;)

Í augnablikinu erum við stödd hjá mömmu, hún fór aftur í vinnu, strákarnir eru að glápa á kappakstursmynd og ég er að tékka á netinu, hehe, maður er nú svo húkt að það er varla hægt að sleppa úr degi......

Við vorum svo heppin að við fengum til afnota bílinn hennar Særúnar, sem stendur parkeraður hér fyrir framan gluggann, reyndar finnst mér frekar lint í öðru framdekkinu, kannski maður hringi í karlinn til að kíkja á dæmið! hehe, ekki nenni ég að skipta, ég er í sumarfríi!!

Svo er það bara heimsóknir og fleira næstu daga, kannski ég kíki á einhvern á eftir ef það er í lagi með dekkið, ef ekki, þá er ég búin að ná mér í striga og pensla, mér á allavega hæplega eftir að leiðast.

Knús til ykkar**


Er á leið í flug á eftir....

...lendi á Íslandi um miðja nótt.....
Er búin að vera gjörsamlega á hvolfi við að pakka, allt það sem ég ætla að taka með mér...hehehe, en ég væri svo sem vís með að gleyma sjálfri mér.....
19 myndir á leið með mér í flug ef guð leyfir, og svo hefur flugfélagið víst eitthvað um það að segja líka.
Fékk loksins restina af pökkunarefninu sem mig vantaði, en mín auðvitað svo seinheppin að gleyma að kaupa meira teip, sem betur fer fann ég rúllu inni í geymslu, og bara örlítill bútur eftir núna af rúllunni.
Ég tek með mér 6 myndir frá 2005; Húsin á Spáni, Komdu með, Eignir annarra, Fjölmenni, Að vakna og Gróska, og svo er rest frá í ár; Berfætt á göngu, Leiðin til ljóssins, "Kastljós I og II", Englahjörð, Engi hamingjunnar, Tilbeiðsla, Vatnsberi og Appelsínur, að 4 englamyndum ótöldum. Og geri aðrir betur!! Sumar myndanna voru valdar með tilliti til stærðar og voru 5 myndir sem ég ætlaði að taka með mér til viðbótar en fá að bíða heima í þetta skiptið. En ég losa hellings pláss í bili, eða þar til ég fylli allt enn á ný Glottandi.

En mér er ekki til setunnar boðið, taxi kemur eftir rétt rúma 2 tíma, ég ætla að hlaupa í sturtu og svo yfir til Þórdísar með Bíbí, lykla og eitthvað fleira.....

Knús smús, sí jú leiter gæs!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband